Didier Deschamps þjálfari franska landsliðsins vill meina að William Saliba varnarmaður Arsenal sé óöruggur í franska landsliðinu.
Saliba er algjör lykilmaður hjá Arsenal og er þar í mjög stóru hlutverki.
Hjá franska landsliðinu fær hann hins vegar færri tækifæri og Deschamps telur það ástæðuna.
„Hann hefur ekki spilað mjög mikið með okkur, hann er að standa sig vel hjá Arsenal,“ segir Deschamps.
„Hann hefur ekki oft fundið sinn takt með landsliðinu, ég er að skipta leikjum á milli manna. Fyrir hann andlega virðast það skipta máli, hjá félagsliði er hann aldrei í vafa um það að hann spili.“
„Þegar hann fær tækifæri hjá okkur virðist hann hugsa aðeins um það að samkeppnin sé slík að hann verði að spila vel.“