Kylian Mbappe er sá knattspyrnumaður sem getur fengið mest fyrir færslur á Instagram, knattspyrnumenn nýta sér þetta til að fá inn meiri tekjur.
Knattspyrnumenn eru oft miklar fyrirmyndar og hafa mikinn stuðning á samfélagsmiðlum.
Í gegnum Instagram getur Mbappe fengið um 13 milljónir króna fyrir hverja færslu þar sem hann þá auglýsir vörur fyrirtækja.
Mbappe er í sérflokki en á eftir honum koma Sergio Ramos og Paul Pogba sem báðir geta fengið vel í aðra hönd fyrir eina færslu.
Erling Haaland getur fengið tæpar 2 milljónir fyrir færslur sína á Instagram en hann fer hratt upp listann og gæti endað nálægt Mbappe.
Fyrirtæki skoða stærð reikninga sem leikmenn hafa og þá einnig hvernig stuðningsmenn þeirra taka í færslur þeirra.