Cristiano Ronaldo er vinsæll hjá mörgum Portúgölum en hann er einn besti ef ekki besti leikmaður í sögu landsins.
Hann er þó ekki vinsæll á meðal nágranna sinna í Cascais í Portúgal þar sem hann er að byggja risahús og hefur verkið tekið yfir þrjú ár.
Það kostar Ronaldo 22 milljónir evra en margir nágrannar eru orðnir þreyttir á hversu langan tíma verkið tekur og láta í sér heyra opinberlega.
Um er að ræða risastórt glæsibýli sem er staðsett um 20 mínútum frá borginni Lisbon og er möguleiki á að Ronaldo muni búa þar eftir að ferlinum lýkur.
,,Hann hefur verið að byggja þetta hús í þrjú ár. Þetta hús er svo stórt og lítur út eins og sjúkrahús,“ sagði einn nágranni við Ok Diario.
,,Gatan hérna hefur verið lokuð í marga mánuði og garðurinn minn er stútfullur af ryki því Ronaldo er að byggja pýramída.“