Jadon Sancho kantmaður Manchester United gæti verið að fá áhugavert tilboð á sitt borð.
Al-Hilal í Sádí Arabíu vill fylla skarð Neymar sem er alvarlega meiddur.
Sancho hefur ekki spilað með Manchester United í margar vikur og fær líklega ekki að snúa aftur á meðan Erik ten Hag er stjóri liðsins.
Al-Hilal er eitt af stóru liðunum þar í landi og getur borgað Sancho þau laun sem hann er með í dag.
Sancho er með rúm 300 þúsund pund á viku í dag og gæti fengið væna launahækkun með því að fara til Al-Hilal.