Slóvakía 4 – 2 Ísland
0-1 Orri Steinn Óskarsson(’17)
1-1 Juraj Kucka(’30)
2-1 Ondrej Duda(’36, víti)
3-1 Lukas Haraslin(’47)
4-1 Lukas Haraslin(’55)
Slóvakía er komið í lokakeppni EM eftir sigur á íslenska landsliðinu í kvöld en leikið var ytra í undankeppninni.
Ísland byrjaði leikinn vel og komst yfir með marki frá Orra Stein Óskarssyni en framherjinn skallaði boltann í netið laglega.
Slóvakía lét það mark ekki trufla sig og skoraði jöfnunarmark um 13 mínútum síðar var svo komið yfir á þeirri 36.
Seinna mark Slóvaka var af vítapunktinum en Kristian Nökkvi Hlynsson gerðist brotlegur innan teigs og skoraði Ondrej Duda fyrir heimamenn.
Slóvakía bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik en Lukas Haraslin gerði þau bæði og ljóst að útlitið var svart fyrir þá íslensku.
Andri Lucas Guðjohnsen lagaði stöðuna fyrir Ísland á 74. mínútu með marki eftir hornspyrnu en lengra komust strákarnir ekki og tap niðurstaðan.
Ísland á því ekki möguleika á að komast í lokakeppni EM í gegnum riðlakeppnina.