Það kom mörgum á óvart þegar framherjinn Gabriel Jesus var valinn í brasilíska landsliðshópinn fyrir komandi verkefni.
Jesus hefur verið að glíma við meiðsli og hefur í raun ekki sparkað í bolta á knattspyrnuvelli síðan í október.
Framherjinn hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og hefur aðeins skorað eitt mark í ensku úrvalsdeildinni.
Fernando Diniz, landsliðsþjálfari Brasilíu, ákvað þó að velja Jesus en lofar því að fara vandlega með leikmanninn.
Jesus hefur misst af síðustu fimm leikjum Arsenal vegna meiðsla aftan í læri er er til taks fyrir leiki gegn Kólumbíu og Argentínu í undankeppni HM.