Petr Cech, einn besti markmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, lagði skóna á hilluna fyrir fjórum árum.
Cech er þó ekki hættur í íþróttum en undanfarin ár hefur hann gert það gott sem markmaður í íshokkí.
Cech er 41 árs gamall og á að baki yfir 400 deildarleiki fyrir bæði Chelsea og Arsenal en hann kom fyrst til Englands árið 2004.
Tékkinn er búinn að gera samning við stórt íshokkílið sem ber nafnið Belfast Giants og mun leika þar út árið.
Cech hefur undanfarið ár spilað með Oxford City Stars en fær nú lánssamning hjá Belfast Giants sem eru meistararnir í deildinni í Bretlandi.
Belfast hefur unnið titilinn í bresku deildinni undanfarin þrjú ár og er Cech því að taka stórt skref á ferli sínum sem markmaður í íshokkí.