fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Einkunnir eftir að íslenska landsliðið var niðurlægt í Bratislava – Margir fá falleinkunn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 21:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið í knattspyrnu var niðurlægt af Slóvakíu í kvöld á útivelli, um var að ræða leik í undankeppni Evrópumótsins.

Slóvakía er komið inn á Evrópumótið eftir sannfærandi sigur í kvöld. Íslenska liðið á enn von á miða á mótið í gegnum umspil í mars.

Íslenska liðið byrjaði frábærlega í Bratislava í kvöld og Orri Steinn Óskarsson kom íslenska liðinu yfir. Íslenska liðið var sterkari aðilinn framan af leiknum.

Íslenska liðið gaf hins vegar eftir og gestirnir gengu á lagið, jöfnunarmark þeirra kom eftir fast leikatriði og síðan gaf Kristian Nökkvi Hlynsson vítaspyrnu. Staðan 2-1 í hálfleik.

Heimamenn gengu svo á lagið í upphafi síðari hálfleiks og skoruðu tvö mörk þar sem varnarleikur og markvarsla íslenska liðsins var slök.

Andri Lucas Guðjohnsen klóraði í bakkann eftir að hafa komið inn en nær komst íslenska liðið ekki. 4-2 tap staðreynd og slakur leikur hjá íslenska liðinu.

Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.

Einkunnir:

Elías Rafn Ólafsson 3
Fjórða markið var gjöf frá markverðinum okkar í kvöld.

Alfons Sampsted 3
Var í miklum vandræðum stærstan hluta leiksins.

Guðlaugur Victor Pálsson 3
Einn besti leikmaður liðsins átti slakan dag, mjög slakur varnarleikur í þriðja markinu.

Sverrir Ingi Ingason 4
Eins og aðrir varnarmenn liðsins í vandræðum í þessum leik.

Kolbeinn Birgir Finnsson 3
Pressan á leikmenn Slóvakíu var slök lengst af og átti í vandræðum.

Willum Þór Willumsson (´73) 4
Týndur og í vandræðum eftir fína byrjun í leiknum.

Arnór Ingvi Traustason (´25) 5
Hafði byrjað ágætlega en þurfti að fara af velli vegna meiðsla.

Jóhann Berg Guðmundsson 5
Djúpur á miðsvæðinu og byrjaði fínt en svo gaf hann eftir. Tók góða hornspyrnu sem skilaði öðru markinu.

Arnór Sigurðsson (´63) 3
Var gjörsamlega týndur í þessum leik og ólíkur því sem við venjumst

Kristian Nökkvi Hlynsson (´46) 4
Byrjaði ágætlega en lét plata sig í gildru og gaf vítaspyrnu sem kom Slóvakíu í 2-1.

Orri Steinn Óskarsson (´73) 5 – Maður leiksins
Byrjaði vel og skoraði fallegt mark en var svo týndur í leiknum.

Varamenn:

Stefán Teitur Þórðarson (´25) 4
Komst ekki í neinn takt við leikinn.

Ísak Bergmann Jóhannesson (´46) 4
Náði ekki að koma með neitt á borðið.

Aron Einar Gunnarsson (´63) 5
Kom með smá jafnvægi inn í leik liðsins en virkaði mjög stirður.

Andri Lucas Guðjohnsen (´73)
Spilaði of lítið til að fá einkunn.

Alfreð Finnbogason (´73)
Spilaði of lítið til að fá einkunn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Í gær

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Í gær

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu