Íslenska landsliðið í knattspyrnu var niðurlægt af Slóvakíu í kvöld á útivelli, um var að ræða leik í undankeppni Evrópumótsins.
Slóvakía er komið inn á Evrópumótið eftir sannfærandi sigur í kvöld. Íslenska liðið á enn von á miða á mótið í gegnum umspil í mars.
Íslenska liðið byrjaði frábærlega í Bratislava í kvöld og Orri Steinn Óskarsson kom íslenska liðinu yfir. Íslenska liðið var sterkari aðilinn framan af leiknum.
Íslenska liðið gaf hins vegar eftir og gestirnir gengu á lagið, jöfnunarmark þeirra kom eftir fast leikatriði og síðan gaf Kristian Nökkvi Hlynsson vítaspyrnu. Staðan 2-1 í hálfleik.
Heimamenn gengu svo á lagið í upphafi síðari hálfleiks og skoruðu tvö mörk þar sem varnarleikur og markvarsla íslenska liðsins var slök.
Andri Lucas Guðjohnsen klóraði í bakkann eftir að hafa komið inn en nær komst íslenska liðið ekki. 4-2 tap staðreynd og slakur leikur hjá íslenska liðinu.
Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.
Einkunnir:
Elías Rafn Ólafsson 3
Fjórða markið var gjöf frá markverðinum okkar í kvöld.
Alfons Sampsted 3
Var í miklum vandræðum stærstan hluta leiksins.
Guðlaugur Victor Pálsson 3
Einn besti leikmaður liðsins átti slakan dag, mjög slakur varnarleikur í þriðja markinu.
Sverrir Ingi Ingason 4
Eins og aðrir varnarmenn liðsins í vandræðum í þessum leik.
Kolbeinn Birgir Finnsson 3
Pressan á leikmenn Slóvakíu var slök lengst af og átti í vandræðum.
Willum Þór Willumsson (´73) 4
Týndur og í vandræðum eftir fína byrjun í leiknum.
Arnór Ingvi Traustason (´25) 5
Hafði byrjað ágætlega en þurfti að fara af velli vegna meiðsla.
Jóhann Berg Guðmundsson 5
Djúpur á miðsvæðinu og byrjaði fínt en svo gaf hann eftir. Tók góða hornspyrnu sem skilaði öðru markinu.
Arnór Sigurðsson (´63) 3
Var gjörsamlega týndur í þessum leik og ólíkur því sem við venjumst
Kristian Nökkvi Hlynsson (´46) 4
Byrjaði ágætlega en lét plata sig í gildru og gaf vítaspyrnu sem kom Slóvakíu í 2-1.
Orri Steinn Óskarsson (´73) 5 – Maður leiksins
Byrjaði vel og skoraði fallegt mark en var svo týndur í leiknum.
Varamenn:
Stefán Teitur Þórðarson (´25) 4
Komst ekki í neinn takt við leikinn.
Ísak Bergmann Jóhannesson (´46) 4
Náði ekki að koma með neitt á borðið.
Aron Einar Gunnarsson (´63) 5
Kom með smá jafnvægi inn í leik liðsins en virkaði mjög stirður.
Andri Lucas Guðjohnsen (´73)
Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Alfreð Finnbogason (´73)
Spilaði of lítið til að fá einkunn.