Kristian Nökkvi Hlynsson er í byrjunarliði Íslands gegn Slóvakíu í undankeppni EM. Er þetta fyrsti landsleikur þessa 19 ára miðjumanns.
Orri Steinn Óskarsson heldur áfram að leiða sóknarlína og Elías Rafn Ólafsson stendur vaktina í markinu.
Jóhann Berg Guðmundsson er á miðsvæðinu í leiknum en Willum Þór Willumsson og Arnór Sigurðsson eru á köntunum.
Íslenska liðið þarf sigur til að eiga veika von á því að komast beint inn á EM en Slóvakía fer beint á mótið með jafntefli.
Byrjunarliðið:
Elías Rafn Ólafsson
Alfons Sampsted
Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Kolbeinn Birgir Finnsson
Willum Þór Willumsson
Arnór Ingvi Traustason
Jóhann Berg Guðmundsson
Arnór Sigurðsson
Kristian Nökkvi Hlynsson
Orri Steinn Óskarsson