Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var ansi súr á svip í kvöld er hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir leik við Slóvakíu.
Ísland á ekki möguleik á að komast á EM úr riðlakeppni EM eftir 4-2 tap en okkar menn komust yfir í leiknum.
Aron kom inná sem varamaður í leiknum en hann fær ekkert að spila í Katar þessa stundina og er ekki í miklu leikformi.
Aron viðurkennir að frammistaðan hafi ekki verið góð og að Ísland hafi valdið vonbrigðum í riðlakeppninni.
,,Ef við analyzum leikinn sjálfann þá hefur þetta verið svolítið uppskriftin í okkar leik í þessum riðli. Við byrjum vel og eigum kafla en erum bara ekki nógu consistent eins og ég hef margoft sagt. Við þurfum að ná uppi þessu constistency, þessi riðill er dauðafæri fyrir ykkur en við þurfum að líta á stöðuna eins og hún er. Við ætluðum okkur meira, þú lítur á riðilinn fyrir keppni og þetta var dauðafæri fyrir okkur en við vorum ekki betri en þetta,“ sagði Aron við Stöð 2 Sport.
,,Við þurfum að bæta þetta og hitt en nú þurfum við að gera það í verki en auðvitað er alltaf auðvelt að koma heitur í viðtal eftir leik en ég er að reyna að hugsa rökrétt. Ef það er enn möguleiki að komast á EM þá berjumst við fram á síðasta blóðdropa.“