fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Aron Einar hreinskilinn eftir tapið: ,,Dauðafæri fyrir okkur en við vorum ekki betri en þetta“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 22:10

Mynd/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var ansi súr á svip í kvöld er hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir leik við Slóvakíu.

Ísland á ekki möguleik á að komast á EM úr riðlakeppni EM eftir 4-2 tap en okkar menn komust yfir í leiknum.

Aron kom inná sem varamaður í leiknum en hann fær ekkert að spila í Katar þessa stundina og er ekki í miklu leikformi.

Aron viðurkennir að frammistaðan hafi ekki verið góð og að Ísland hafi valdið vonbrigðum í riðlakeppninni.

,,Ef við analyzum leikinn sjálfann þá hefur þetta verið svolítið uppskriftin í okkar leik í þessum riðli. Við byrjum vel og eigum kafla en erum bara ekki nógu consistent eins og ég hef margoft sagt. Við þurfum að ná uppi þessu constistency, þessi riðill er dauðafæri fyrir ykkur en við þurfum að líta á stöðuna eins og hún er. Við ætluðum okkur meira, þú lítur á riðilinn fyrir keppni og þetta var dauðafæri fyrir okkur en við vorum ekki betri en þetta,“ sagði Aron við Stöð 2 Sport.

,,Við þurfum að bæta þetta og hitt en nú þurfum við að gera það í verki en auðvitað er alltaf auðvelt að koma heitur í viðtal eftir leik en ég er að reyna að hugsa rökrétt. Ef það er enn möguleiki að komast á EM þá berjumst við fram á síðasta blóðdropa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Í gær

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Í gær

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu