Riyad Mahrez hefur staðfest það að hann einn hafi ákveðið að yfirgefa Manchester City í sumar og elti peningana til Sádi Arabíu.
Mahrez er einn af mörgum sem hafa fært sig til Sádi fyrir peningana en hann var með þann möguleika að spila áfram á Englandi.
Vængmaðurinn gerði samning við Al-Ahli í Sádi Arabíu í sumar og er öllum ljóst að hann var þar að elta þau risalaun sem félagið bauð upp á.
,,Ég átti tvö ár eftir af samningnum við Manchester City, ég hefði getað spilað áfram þar,“ sagði Mahrez.
,,Það var í raun bara ég sem ákvað að fara, ég sá tækifæri sem hefði mögulega ekki boðist aftur.“
,,Kannski var þetta rétti tíminn, ég var í fimm ár hjá City og vann allt saman. Félagið vildi hjalda mér en ég skoðaði stöðuna ítarlega og ákvað að fara. Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun.“