Chris Kirkland var svo háður verkjalyfjum að hann var nær dauða en lífi þegar hann fór í meðferð og komst á beinu brautina.
Kirkland er 42 ára gamall en hann átti farsælan feril og lék meðal annars fyrir Liverpool á ferli sínum.
Kirkland tók lyfið Tramadol í mörg ár. Lyfið er nú á leið á bannlista í fótbolta og verður flokkað sem ólöglegt lyf.
„Ég komst að því þegar ég fór í meðferð að þetta er eins og að taka sex skot af heróíni á dag,“ sagði Kirkland um magnið sem hann tók þátt.
„Þetta er ógeðslegt lyf, það drap mig næstum því og hefði átt að drepa mig.“
„Þú færð góða tilfinningu til að byrja með, þú verður glaður ef þú ert með kvíða.“
„Ég notaði þetta við verkjum til að byrja með en ég notaði þetta svo gegn kvíða. Þetta rústar þér andlega, ég vissi eftir þrjá mánuði ég var í vandræðum og væri orðinn háður þessi.“