Saksóknari í Brasilíu fer fram á það að Robinho fari í níu ára fangelsi þar í landi þar sem yfirvöld í Brasilíu neita að framselja hann til Ítalíu.
Saksóknari mætti fyrir hæstarétt þar í landi en Robinho er nú nær því en áður að enda í fangelsi.
Robinho var dæmdur í níu ára fangelsi á Ítalíu árið 2017 fyrir aðild að hópnauðgun á stúlku frá Albaníu sem átti sér stað árið 2013. Robinho var dæmdur sekur vegna skilaboða í síma hans, þar sem hann talaði um að stúlkan hefði verið ofurölvi.
Fyrir dómstólum kom fram að Robinho hafi niðurlægt konuna og að auki reynt að blekkja saksóknara með lögmanni sínum, þeir hafa breytt framburði sínum sem búið var að fara yfir og samþykkja af öllum aðilum.
Robinho hafði áfraýjað málinu en hæstiréttur á Ítalíu hafnaði. Robinho átti farsælan feril sem leikmaður og lék meðal annars með Real Madrid, Manchester City og AC Milan.