Íslenskir dómarar verða að störfum á A landsliðs vináttuleik Noregs og Færeyja.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður aðaldómari og þeir Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson verða aðstoðardómarar. Fjórði dómari verður Helgi Mikael Jónasson.
Erling Haaland framherji Manchester City er í hópnum en Martin Odegaard fyrirliði Arsenal er frá vegna meiðsla.
Leikurinn fer fram fimmtudaginn 16. nóvember á Ullevaal Stadium í Osló.