Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður Manchester United fær æluna upp í háls í hvert skipti sem hann sér Harry Kane skora fyrir FC Bayern.
Kane hafði lengi verið orðaður við Manchester United en Tottenham lét vita að félagið vildi helst ekki selja hann innan Englands.
Manchester United gafst upp við að eltast við Kane og endaði á að kaupa Rasmus Hojlund sem hefur ekki enn skorað í deildinni.
„Í hvert skipti sem ég sé nafn Kane koma upp þar sem hann er með boltann eftir þrennu þá æli ég upp með hálsinn,“ segir Ferdinand.
„Ég hugsa bara með mér, hvernig gátum við ekki náð í hann?.“
Kane er einn besti framherji í heimi og hefur verið síðustu ár en United hefur vantað slíkan leikmann lengi.