Alvaro Morata þvertekur fyrir það að lið frá Sádi Arabíu hafi boðið 50 milljónir punda í sig í sumarglugganum.
Morata er leikmaður Atletico Madrid en hann er að eiga mjög gott tímabil og er enn orðaður við Sádi í dag.
Morata íhugaði aldrei að semja við félag í Sádi en peningarnir þar eru miklir og fengi leikmaðurinn væna launahækkun.
Ekkert félag bauð 50 milljónir evra í spænska landsliðsmanninn en hann viðurkennir vissulega að hafa fengið áhugavert tilboð frá félagi þar í landi.
,,Ég íhugaði aldrei að fara til Sádi Arabíu. Ég fékk risastórt tilboð þaðan en það var ekki upp á 50 milljónir evra eins og fjölmiðlar sögðu,“ sagði Morata.
,,Ég vildi vera áfram hjá Atletico og vinna titla með þessu liði og þá vildi ég einnig halda sæti mínu í spænska landsliðinu.“