fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Var einn besti varnarmaður heims en er nú varamaður fyrir Jonny Evans

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 18:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er athyglisvert að skoða greinar í frönskum miðlum þessa dagana þar sem fjallað er um varnarmanninn Raphael Varane.

Varane var lengi talinn einn besti varnarmaður heims en hann gerði garðinn frægan með Real Madrid.

Varane er franskur landsliðsmaður en hann vann fjóra Meistaradeildartitla og þrjá deildarmeistaratitla með Real.

Hlutirnir eru hins vegar ekki að ganga upp hjá Varane á Englandi en hann samdi við Manchester Untied árið 2021.

Franskir miðlar vekja verulega athygli á því að Varane sé nú orðinn varamaður fyrir Jonny Evans sem kom óvænt til Manchester í sumar.

Varane er enn aðeins þrítugur en sæti hans á EM með franska landsliðinu ku vera í nokkuð mikilli hættu.

Evans er 35 ára gamall og er landsliðsmaður Norður-Írlands en hann lék með Leicester City í fimm ár áður en hann samdi aftur við Man Utd í sumar.

Evans og Harry Maguire virðast vera aðal miðvarparpar Man Utd þessa dagana og er framtíð Varane hjá félaginu í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Í gær

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar