Jude Bellingham og Levi Colwill hafa dregið sig út úr enska landsliðshópnum vegna meiðsla, var þetta ákveðið eftir skoðun lækna.
Báðir glíma við meiðsli og fara í endurhæfingu hjá sínu félagi.
Nokkur vandræði eru á landsliðshópi Gareth Southgate þessa stundina en Marcus Rashford og Kalvin Phillips eru ekki mættir á svæðið.
Eru þeir fjarverandi vegna persónulegra mála og ekki er vitað hvenær þeir mæta til leiks hjá enska landsliðinu.
Þá voru Harry Maguire, Trent Alexander Arnold og Conor Gallagher allir fjarverandi á æfingu liðsins í dag en liðið undirbýr sig undir leiki í undankeppni EM.