Raphael Varane varnarmaður Manchester United situr á bekknum þessa dagana, Rio Ferdinand segir að varnarmaðurinn sé eflaust að hugsa mikið út í málið.
Erik ten Hag hefur ákveðið að spila frekar á Jonny Evans, Harry Maguire og Victor Lindelöf síðustu vikurnar.
„Ef þú ert á bekknum þá getur þú spilað, ef þú getur komið inn í byrjun leiks. Ef þú ert í standi þá ferðastu með liðinu, ég veit ekki hver ástæðan er,“ segir Ferdinand.
Varane fékk tækifæri gegn FCK í Meistaradeildinni vegna meiðsla hjá Jonny Evans en var ekki sannfærandi. Hann var á bekknum um helgina í sigri á Luton.
„Ég veit að Varane er núna að hugsa með sér, að hann hafi unnið Meistaradeildina fimm sinnum og verið lykilmaður. Spilað með bestu leikmönnum í heimi, hann kemur til United og Jonny Evans byrjar á undan honum.“
„Þetta hefur ekkert með virðingu fyrir Evans að gera, það er ekki séns að Varane hafi óttast samkeppni frá Evans. Hann hugsaði ekki út í það.“