Það er búið að finna morðingjann sem varð bróður knattspyrnukonunnar Jorelyn Carabali að bana.
Carabali er þekkt knattspyrnukona á Englandi en hún leikur með Brighton sem spilar í efstu deild.
Bróðir hennar var myrtur fyrr á þessu ári en hann var skotinn sex sinnum af morðingjanum og þá fjórum sinnum í andlitið.
Fórnarlambið bar nafnið Paulo Andres Carabali en hann var aðeins 23 ára gamall og var myrtur á skemmtistað í heimalandinu, Kólumbíu.
Lögreglan í Cali í Kólumbíu hefur nú handtekið mann sem er talinn hafa orðið Carabali að bana.
Carabali starfaði sem plötusnúður á þessum skemmtistað í Cali og var því myrtur á eigin vinnustað.