fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Kallar eftir breytingum í Laugardalnum og segir marga á sama máli – „Við margir hverjir teljum að þetta sé framtíðin“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH og stjórnarformaður hjá Íslenskum toppfótbolta í dag telur það fullreynt að formaður KSÍ sé í starfi hjá sambandinu. Hann kallar eftir því að forminu verði breytt og formaður verði aðili sem verði ekki í starfi hjá sambandinu.

Jón Rúnar sagði frá þessu í hlaðvarpsþættinum Tveir á tvo fyrir helgi. Vanda Sigurgeirsdóttir hefur greint frá því að hún ætli að hætta störfu og því verður kosið um formann í febrúar.

Jón segir það ekki hafa komið á óvart að Vanda hafi tekið þessa ákvörðun miðað við sögusagnir vikurnar á undan. „Út af því þá er þetta ekki óvænt, óvænt að því leyti til að hún hafði mikil áform uppi þegar hún var að byrja en henni entist ekki dugur til. Hennar langar standa eitthvert annað, það þýðir ekki að vera í jobbi sem þú nennir ekki að vera í,“ segir Jón í Tveir á tvö.

„Þá kemur upp þessi staða, þá eru margir tilkallaðir en sumir óaðspurðir. Svo fara einhverjir á stjá og eru að máta sig við þetta, það er gott.“

Jón segir að hann og fleiri séu á því að breyta þurfi skipuriti KSÍ, fá inn stjórnarformann sem mætir aðeins á stjórnarfundi en ráða svo inn hæfasta mögulega fólkið til að reka sambandið.

„Í ljósi þess hver þróunin hefur verið undanfarin ár, þá eru all margir og ég þar með talinn. Okkur finnst þessi skipan mála að formaður sé launþegi hreyfingarinnar, að það sé búið spil. Það er fullreynt, fyrir því eru margar ástæður.“

„Það er ástæða fyrir því í stærri fyrirtækjum, þá er KSÍ stórt fyrirtæki. Það er einhver ástæða fyrir því að menn hafi stjórnarformann sem vinnur þannig, fær launaða fundi en hann ber ábyrgð á starfan stjórnarinnar. Við margir hverjum teljum að þetta sé framtíðin, þetta þýðir að við þurfum að ráða inn top of the line framkvæmdarstjóra, fjármálastjóra, starfsmannastjóra og hvað heitin eru öll.“

„Það er að verða þannig bragur á því, starfsfólk og annað að það er ekki nógu mikið skikk á hlutum. Það verður vegna þess að yfirstjórnin er ekki nógu þétt, þetta finnst mér vera aðalatriðið. Manni þykir það þrengja úrvalið þegar það er starfandi stjórnarformaður.“

Viðtalið er í heild hér að neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allir starfsmenn Tottenham fá frían miða á úrslitaleikinn en starfsmenn United ekki neitt

Allir starfsmenn Tottenham fá frían miða á úrslitaleikinn en starfsmenn United ekki neitt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir Trent hafa gert ráð fyrir harkalegum viðbrögðum

Segir Trent hafa gert ráð fyrir harkalegum viðbrögðum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Ancelotti að taka við

Allt klappað og klárt – Ancelotti að taka við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skiptar skoðanir á því hvort Greenwood eigi afturkvæmt en tvö félög kanna möguleikann á að fá hann

Skiptar skoðanir á því hvort Greenwood eigi afturkvæmt en tvö félög kanna möguleikann á að fá hann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þá aumkunarverða – „Takið til í hausnum á ykkur, trúðar“

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þá aumkunarverða – „Takið til í hausnum á ykkur, trúðar“
433Sport
Í gær

Segir hegðun hins umdeilda eiganda vera hneyksli – Sjáðu uppákomuna

Segir hegðun hins umdeilda eiganda vera hneyksli – Sjáðu uppákomuna
433Sport
Í gær

Besta deildin: Víkingar á toppinn

Besta deildin: Víkingar á toppinn
433Sport
Í gær

,,Manchester united þarf að vera topp eitt“

,,Manchester united þarf að vera topp eitt“