fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Segir þetta draumaeftirmann Vöndu en telur ekki raunhæft að hann taki við – „Hann mun samt einhvern tímann fara í þetta gigg“

433
Sunnudaginn 12. nóvember 2023 07:00

Vanda Sigurgeirsdóttir. Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433 og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og gestur þeirra að þessu sinni var Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar.

Þær fréttir bárust í vikunni að Vanda Sigurgeirsdóttir myndi ekki gefa kost á sér til formennsku KSÍ áfram.

„Maður er búinn að heyra þetta í svona 2-3 mánuði. Hún mun nú einbeita sér að því sem hún hefur ástríðu fyrir, sem eru eineltismál og það er bara flott að fá hana aftur í það,“ sagði Hrafnkell um það.

Hann segir hana geta unað nokkuð vel við tíma sinn í Laugardalnum.

„Hún kom inn á erfiðasta tíma í íslenskri knattspyrnu. Það sem stendur upp úr hjá mér frá hennar tíma er að hún réði Age Hareide. Ég vona að hann framlengi.

Minn draumakandídat (til formanns) er Kári Árnason. Ég held að hann gæti komið inn af krafti og verið með sterkar skoðanir.“

Hrafnkell telur þó ekki líklegt að Kári, sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, taki við starfi formanns KSÍ.

„Ég sé hann ekki gera það. Víkingur er á frábærum stað og þokkalegur möguleiki á að þeir fari í riðlakeppni á næsta ári. Ég held hann fari ekki frá því strax. Hann mun samt einhvern tímann fara í þetta gigg.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
Hide picture