Roy Keane, goðsögn Manchester United, varar stuðningsmenn Chelsea við því að frammistaða liðsins gegn Tottenham á mánudag sé blekkjandi.
Tottenham missti tvo leikmenn af velli í viðureigninni sem varð til þess að Chelsea vann þægilegan 4-1 sigur að lokum.
Leikurinn varð þó ekki þægilegur fyrr en undir lok leiks en Tottenham fékk sín færi þrátt fyrir að hafa spilað níu gegn 11 á sínum heimavelli.
Keane skemmti sér lítið er hann horfði á viðureignina og vill meina að Chelsea hafi ekki staðist væntingar í grannaslagnum.
,,Ég hafði í raun ekki gaman að þessu, það var alltof mikið í gangi. Tveir fengu rautt spjald og gæðin voru ekki mikil í þessum leik,“ sagði Keane.
,,Öll pressan var á Tottenham og þeir fengu hrós frá sínum stuðningsmönnum en Chelsea var í besta falli allt í lagi.“
,,Þegar tveir leikmenn eru reknir af velli þá eyðileggur það leikinn. Leikurinn var stöðvaður alltof oft en leikmenn Tottenham tóku mjög skrítnar ákvarðanir.“
,,Fyrstu 15 mínúturnar voru í lagi en eftir það var ég svekktur með Chelsea. Ég veit að þeir skoruðu seint í leiknum en þar til undir lokin átti Tottenham möguleika.“