Noelia Lopez, ekkja Arsenal goðsagnarinnar Jose Antonio Reyes birti á samfélagsmiðla bréf sem hún fann frá honum nú fjórum árum eftir andlát hans.
Reyes lést í bílslysi árið 2019. Hann var hluti af liði Arsenal sem fór ósigrað í gegnum heilt tímabil og varð Englandsmeistari vorið 2004. Lék hann einnig fyrir lið á borð við Atletico Madrid og Real Madrid.
Lopez sagðist hafa verið að taka til og endurskipuleggja þegar hún fann gamalt Valentínusarkort frá Reyes.
„Gleðilegan Valentínusardag. Ég mun aldrei gleyma þér, jafnvel þó ég verði langt í burtu,“ stóð í kortinu.
Lopez sagði að hún upplifi sig sterkari í hvert sinn sem hún finnur eitthvað tengt Reyes.