Lionel Messi hefur viðurkennt það að hann hafi saknað þess að klæðast treyju númer tíu er hann lék með Paris Saint-Germain.
Messi spilaði með PSG í tvö tímabil en fyrir það gerði hann garðinn frægan með Barcelona á Spáni.
Messi klæddist treyju númer 30 í París en hann er í dag leikmaður Inter Miami og er að sjálfsögðu með sitt gamla númer í Bandaríkjunum.
,,Þetta er ekki jafn þýðingarmikið og fyrir einhverjum árum síðan en það er alltaf sérstakt að klæðast tíunni,“ sagði Messi um númerið.
,,Þegar ég var í París þá var ég ekki í tíunni, ég var vanur þessu númeri bæði hjá Barcelona og landsliðinu.“
,,Þetta var ekkert stórmál en ég saknaði þess að klæðast númerinu, ‘mínu númeri’ ef þú skilur. Ég hef klæðst þessari treyju allt mitt líf en ég náði að venjast þessu.“