fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Stuðningsmenn United verulega ósáttir með þessi ummæli Hojlund eftir leik – „Vandræðalegustu ummæli sem ég hef heyrt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Manchester United eru skiljanlega pirraðir eftir tap gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.

United komst 0-2 yfir í gær en leikurinn breyttist við afar umdeilt rautt spjald sem Marcus Rashford fékk seint í fyrri hálfleik og fór FCK að lokum með 4-3 sigur. Enska liðið er á botni síns riðils í Meistaradeildinni eftir úrslitin.

„Við byrjuðum mjög vel og stjórnuðum leiknum fram að rauða spjaldinu. Ef þú horfir ekki í úrslitin heldur fyrstu tuttugu mínúturnar gerðum við nokkuð vel,“ sagði framherjinnm Rasmus Hojlund, sem gerði tvö mörk í gær, eftir leik.

Ummælin fóru öfugt ofan í stuðningsmenn United eins og enskir miðlar vekja athygli á nú í morgunsárið.

„Fótboltaleikir eru greinilega 20 mínútna langir núna,“ skrifaði einn stuðningsmaður og annar tók í svipaðan streng: „Til hamingju með að vera meistarar fyrstu tuttugu mínútnanna.“

„Þetta eru vandræðalegustu ummæli sem ég hef heyrt frá fótboltamanni í viðtali,“ skrifaði annar stuðningsmaður á samfélagsmiðla.

United á eftir að mæta Bayern Munchen og Galatasaray í riðlakeppninni og ljóst að á brattann er að sækja fyrir liðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu