fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Arsenal til í að selja fjóra leikmenn til að geta fengið inn Toney

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er til í að selja allt að fjóra leikmenn til að geta fengið inn Ivan Toney ef marka má enska miðla.

Toney, sem er á mála hjá Brentford, má snúa aftur á fótboltavöllinn í janúar eftir bann fyrir brot á veðmálareglum en talið er að hann vilji færa sig um set.

Arsenal er eitt af líklegustu liðunum til að hreppa hann en talið er að framherjinn kosti 100 milljónir punda.

Vegna Financial Fair Play reglna þarf Arsenal þó að losa leikmenn til að geta fengið inn Toney.

Liðið eyddi meira en 200 milljónum punda í Declan Rice, Kai Havertz og Jurrien Timber og þá kaupir félagið líklega David Raya endanlega af Brentford næsta sumar á 30 milljónir puda, en hann er á láni sem stendur.

Því er Arsenal til í að selja allt að fjóra leikmenn en ekki er vitað hverjir þeir eru. Aaron Ramsdale, Thomas Partey og Emile Smith-Rowe eru þó nefndir til sögunnar í enskum miðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta