Umboðsmaður Antony, kantmanns Manchester United segir ekki möguleika á því að umbjóðandi sinn fari heim til Brasilíu í janúar.
Kjaftasögur hafa verið í gangi um að Antony færi heim til Brasilíu og myndi semja við Flamengo.
Sagt hafði verið að Gabriel Barbosa framherji Flamengo gæti komið í skiptum fyrir Antony.
Antony er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna Manchester United enda hefur hann spilað afar illa um langt skeið.
Antony byrjaði vel þegar hann kom haustið 2022 til United en síðan hefur hallað hratt undan fæti.