Erling Haaland var í stuði í gær þegar Manchester City vann sannfærandi 3-0 sigur á Young Boys í Meistaradeildinni, Haaland skoraði tvö og skaut City áfram í 16 liða úrslit.
Haaland var hins vegar ekkert voðalega hrifin af því sem einn leikmaður Young Boys ákvað að gera í hálfleik.
Mohamed Ali Camara hafði greinilega komið með eitt markmið á Ethiad og það var að fá treyjuna hans Haaland.
Camara vildi ekki taka sénsinn á því að bíða eftir leik og hljóp til Haaland í hálfleik, sá norski byrjaði á að hrista hausinn.
Skömmu síðar ákvað Haaland hins vegar að láta Camara fá treyjuna en vildi nú lítið hafa með hans treyju.
Atvikið er hér að neðan.
You've got to take your chances if you want Erling Haaland's shirt 😅
Mohamed Camara managed to get it at half-time 👕#UCL pic.twitter.com/S5puTnCxFn
— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 7, 2023