fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Stefnir á að styrkja nokkrar stöður – „Ef þeir vilja elta peningana koma þeir ekki í Fylki“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 15:00

Rúnar Páll

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari karlaliðs Fylkis, vill styrkja nokkrar stöður í vetur fyrir komandi átök í Bestu deild karla 2024.

Fylkir hefur þegar náð í Guðmund Tyrfingsson frá Selfyssingum og er Rúnar spenntur fyrir því að vinna með honum.

„Hann smellpassar inn í okkar hugmyndafræði. Hann er ákveðinn og duglegur drengur. Ég hef fulla trú á að hann muni standa sig vel fyrir okkur,“ sagði Rúnar um Guðmund í sjónvarpsþættinum 433.is.

video
play-sharp-fill

Rúnar var einnig spurður út í frekari styrkingar.

„Ég vil styrkja varnarhlutann. Við þurfum að fá okkur framherja og svo kannski fjölhæfa leikmenn. Hvort það gangi upp verður að koma í ljós,“ sagði hann.

„Íslenski markaðurinn er mjög erfiður. Það eru mörg lið að eltast við sömu leikmennina og þá ertu kominn í eitthvað launastríð. Við tökum ekki þátt í því, Fylkir hefur ekkert efni á því. Mér finnst það líka bara rangt, annað hvort vilja menn koma til okkar á okkar forsendum eða ekki. Ef þeir vilja elta peningana koma þeir ekki í Fylki. Það er ekki af því við getum ekki borgað laun. Við erum bara með skynsaman rekstur og menn þurfa að fá borguð launin sín. Það er frekar umgjörðin sem við erum að hugsa um en að borga einhver há laun.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd
Hide picture