fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Rúnar gerir upp sumarið og horfir bjartsýnn fram veginn – „Ég er ekki að pæla í einhverju svoleiðis kjaftæði“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 07:00

Rúnar Páll og hans menn lönduðu fyrsta sigrinum. DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari karlaliðs Fylkis, var heilt yfir sáttur með tímabil liðsins í ár. Hann segir jafnframt að nægt pláss sé til bætinga. Rúnar er gestur sjónvarpsþáttarins 433.is þessa vikuna.

Nýliðum Fylkis var af flestum spáð falli fyrir tímabil en að lokum hélt liðið sér uppi nokkuð örugglega, var fjórum stigum frá fallsvæðinu.

„Við vorum ekkert að pæla í því hvar okkur var spáð í töflunni. Íþróttir almennt eru þannig að þú þarft bara að leggja þig fram í þetta og vera vel þjálfaður til að ná árangri. En þetta getur farið á alla vegu. Við vorum til dæmis óheppnir með meiðsli snemma móts og lentum í mótlæti. Við stóðum það af okkur og það var svolítið sætt,“ segir Rúnar.

„Við erum með góða fótboltastráka sem eru margir hverjir að stíga sín fyrstu skref í efstu deild. Ég vissi að eftir að við fórum upp úr næstefstu deild að við gætum alveg staðið okkur. Við vorum búnir að spila æfingaleiki þar sem við vorum að standa í og vinna þessi neðri sex lið svo ég hafði fulla trú á þessu komandi inn í tímabilið. Það er svolítið góð tilfinning. Og þetta lið verður bara betra. Við erum á þannig aldri að pílan okkar er bara upp á við.“

video
play-sharp-fill

Mikilvægt að enda vel

Rúnar hélt að miklu leyti tryggð við hópinn sem kom liðinu upp úr Lengjudeildinni haustið 2022 í Bestu deildinni í ár. Það bar árangur og mikil og öflug liðsheild skapaðist.

„Við hefðum alveg getað fengið inn einhverja leikmenn en þá hefðu þessir strákar getað misst af tækifærinu til að spila sjálfir. Ég veit að þú verður að spila á þessum aldri og þeir stóðu undir því. Það er ótrúlega mikilvægt að gefa þá trú inn í hópinn að þeir séu nógu góðir til að spila á meðal þeirra bestu.“

Fylkismenn enduðu tímabilið í Bestu deildinni með stæl, unnu Keflavík 3-1 og Fram 5-1. Skiptir það miklu máli að enda tímabilið á jákvæðum nótum?

„Það gerir það. Þú gleymir öllum hinum leikjunum þar sem þú stóðst þig ekki nógu vel. Að klára þetta svona í lokaumferðinni gefur okkur þvílíkt boozt inn í veturinn. Þetta er langur vetur þó hann styttist alltaf því mótið er alltaf að byrja fyrr.“

Líður afar vel

Nú tekur við þriðja heila tímabil Rúnars hjá Fylki. Hann er samningsbundinn félaginu út næstu leiktíð og líður honum afar vel.

„Mér líður mjög vel í Árbænum. Það er frábært fólk að vinna þarna og góð umgjörð, vel hugsað um okkur og allt til alls. Ég er mjög ánægður. Það er ekkert vesen. Þú færð bara vinnufrið og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Rúnar.

Næsta sumar verður Fylkir á sínu öðru tímabili eftir að hafa farið upp. Trúir Rúnar á svokallað „annars tímabils heilkenni (e. second season syndrome)“?

„Ég pæli ekkert voða mikið í því. Ég hef svosem ekki þjálfað lið í svoleiðis aðstæðum. Mér finnst Fylkisliðið vera að taka rétt skref og held að það verði betri á næstu leiktíð en í ár. Ár númer tvö, ég er ekki að pæla í einhverju svoleiðis kjaftæði. Þú þarft bara að hafa trú á þessu og ég hef það.“

Rúnar telur Fylki geta gert atlögu að efri hluta Bestu deildarinnar næsta sumar.

„Við viljum vera í kringum þessi bestu lið og ég hef alveg trú á að við getum farið þangað ef við erum heppnir með meiðsli og lendum ekki í svona hrakförum með leikmenn eins og í sumar,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson.

Ítarlegt viðtal má nálgast í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Alonso setur það í forgang að styrkja þessar tvær stöður hjá Real Madrid

Alonso setur það í forgang að styrkja þessar tvær stöður hjá Real Madrid
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“
433Sport
Í gær

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum
433Sport
Í gær

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist
Hide picture