fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Hjólar í dómgæsluna í úrvalsdeildinni og segir verstu mistökin hafa komið í Newcastle um helgina – „Hér erum við enn einu sinni, eins og í hverri andskotans viku“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 10:34

Úr leik Newcastle og Arsenal á leiktíðinni. Fyrrnefnda liðið væri tryggt í Evrópu án VAR. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enski fjölmiðlamaðurinn Richard Keys segir að dómgæslan í ensku úrvalsdeildinni sé hvergi nærri nógu góð. Hann segir of mörg mistök hafa verið gerð á þessari leiktíð og að það stærsta hafi komið í leik Newcastle og Arsenal á laugardag.

Newcastle vann 1-0 sigur á Arsenal en sigurmark Anthony Gordon var afar umdeilt.

„Hér erum við enn einu sinni, eins og í hverri andskotans viku. Þetta er ekki nógu gott og getur ekki haldið áfram. Ég stend við það sem ég hef áður sagt, dómararnir hérna eru ekki hæfir. Þeir eru vonlausir og eru að skemma bestu deild í heimi,“ skrifar Keys í pistli sínum í dag.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hjólaði í dómgæsluna eftir leikinn gegn Newcastle og hefur verið töluvert gagnrýndur fyrir það.

„Ég er reiður líkt og Arteta og hann átti allan rétt á að vera reiður. Arsenal hefur líka allan rétt á að verja sinn mann. Ef við trúum á tjáningarfrelsi af hverju má þjálfari ekki segja hvernig honum líður eftir leik? Stuðningsmenn vilja heyra hvað þeirra maður er að hugsa.

Arteta átti fullan rétt á að vera reiður eftir eitt ósanngjarnasta atvik á tímabilinu til þessa – og það eru þó nokkur til að velja úr. Spurður Gary O’Neill eða Jurgen Klopp,“ skrifar Keys enn fremur.

Hann kallar einnig eftir því að fá að hlusta á samskipti dómara.

„Af hverju fáum við ekki að heyra hvað fer dómaranna á milli? Ef þeir hafa ekkert að fela, af hverju fáum við þá ekki að heyra hvað þeir eru að segja?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Alonso setur það í forgang að styrkja þessar tvær stöður hjá Real Madrid

Alonso setur það í forgang að styrkja þessar tvær stöður hjá Real Madrid
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“
433Sport
Í gær

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum
433Sport
Í gær

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist