fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Carragher nefnir tvær ástæður fyrir því að Arsenal getur ekki orðið enskur meistari

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. nóvember 2023 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher sérfræðingur Sky Sports telur að Arsenal þurfi að fá sér framherja og markmann til að geta unnið ensku úrvalsdeildina.

Arsenal ákvað að fá David Raya á láni frá Brentford í sumar til að henda Aaron Ramsdale á bekkinn. Raya er í markinu þessa dagana en er ekki sannfærandi.

„Það voru ekki mistök að fá inn mann fyrir Ramsdale því hann var aldrei að fara að vinna deildina fyrir þig,“ sagði Carragher.

„En að fá inn Raya sem er út um allt gætu hafi verið mistök.“

„Það var sterkt að fá inn Declan Rice en markvörðurinn hefur engu skilað, það er ekki sami taktur í sóknarleiknum en það snýst ekki bara um þá sem komu.“

„Raya gerir sömu mistök gegn Chelsea og Newcastle, hann var heppin gegn Sevilla að vera ekki refsað fyrir þau.“

„Raya er núna mikið vandamál fyrir Mikel Arteta.“

Carragher segir að varnarlega sé Arsenal betra lið í dag en sóknarleikurinn sé í molum.

„Þetta er eins og að horfa á allt annað lið,“ segir Carragher.

„Þeir eru betri varnarlega en þeir eru ekki að skapa jafn mikið af færum. Er Arsenal með framherja og markvörð til að vinna deildina? Ég held ekki, til að vinna deildina þurfa þessar stöður að vera í lagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Í gær

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“