fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Býst við að Pétur fari og að Óli Kalli sé hættur – „Vestri þarf að taka upp veskið, það er ekkert flóknara en það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. nóvember 2023 22:30

Mynd: Vestri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari karlaliðs Fylkis, er gestur í sjónvarpsþætti 433.is þessa vikuna. Ræddi hann til dæmis leikmannamál.

„Ég býst við að missa Pétur (Bjarnason) vestur,“ sagði Rúnar, aðspurður hvort hann búist við því að missa einhverja leikmenn frá því á síðasta tímabili.

Pétur kom til Fylkis frá Vestra í fyrra en er nú á heimleið. Framherjinn er þó samningsbundinn Fylki í tvö ár til viðbótar.

video
play-sharp-fill

„Hann er að flytja vestur og lítið sem er hægt að gera í því. Hann ákvað að taka töskuna með sér vestur og fjölskylduna.

Pétur gerði þriggja ára samning við okkur í fyrra og Vestri þarf bara að kaupa hann. Hann stóð sig vel og er búinn að fá góða reynslu í Bestu deildinni. Vestri þarf að taka upp veskið, það er ekkert flóknara en það,“ sagði Rúnar.

Ólafur Karl Finsen © 365 ehf / Andri Marinó

Rúnar var einnig spurður út í Arnór Gauta Jónsson sem er að verða samningslaus.

„Arnór Gauti verður áfram. Það á bara eftir að skrifa undir það,“ sagði Rúnar um það.

Loks barst Ólafur Karl Finsen í tal en hann gekk í raðir Fylkis í fyrra. Býst Rúnar við að hann leggi skóna á hilluna.

„Ég reikna með að Óli Kalli hætti þessu bara. Ef hann vill koma aftur til okkar í febrúar er hann bara velkominn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Í gær

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“
Hide picture