fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Bjarni skrifar beittan pistil um stöðuna: Sérstaklega sleginn við að sjá þetta í Laugardalnum – „Það er ekkert eðlilega sorglegt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. nóvember 2023 18:30

Skjáskot/K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu, telur að Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sé í hvað erfiðasta þjálfarastarfinu á Íslandi í dag.

Þetta kemur fram í Bakverði hans í helgarblaði Morgunblaðsins. Þar er staða kvennalandsliðsins tekin fyrir.

Liðið spilaði tvo landsleiki hér heima í Þjóðadeildinni á dögunum, gegn Dönum og Þjóðverjum. Báðir töpuðust, 0-1 gegn Dönum og 0-2 gegn Þjóðverjum.

„Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sé mögulega í erfiðasta þjálfarastarfinu á Íslandi í dag. Landsliðsþjálfarinn stendur frammi fyrir því erfiða verkefni að þurfa að skila úrslitum í hús, en á sama tíma er líka gerð ákveðin krafa um það að liðið spili skemmtilegan, áferðarfallegan fótbolta þar sem liðið getur haldið boltanum innan liðsins. Það að vinna 1:0 er ekki lengur talið gott og gilt ef frammistaðan er ekki sannfærandi,“ skrifar Bjarni.

Eins og margir hafa haft orð á mátti sjá bætingu á frammistöðu Íslands í leikjunum gegn Dönum og Þjóðverjum ef tekið er mið af leikjunum þar á undan.

„Frammistaðan var samt sem áður ásættanleg en á sama undirstrikaði hún hversu langt við erum á eftir bestu knattspyrnuþjóðum heims og til að hafa það hugfast þá er Danmörk einungis tveimur sætum fyrir ofan okkur á heimslistanum. 

Stemningin í kringum liðið er því miður líka við frostmark. 1.245 áhorfendur á landsleik á Laugardalsvelli á þriðjudegi. Þar af voru 245 þeirra örugglega þýskir. Það er ekkert eðlilega sorglegt. 1.712 mættu á leikinn við Dani,“ skrifar Bjarni einnig.

Ísland mætir Wales ytra í næsta leik Þjóðadeildarinnar þann 1. desember og er sá leikur mikilvægur upp á að halda sér í A-deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Í gær

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Diego Simeone vill fá Antony í sumar

Diego Simeone vill fá Antony í sumar