fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Áhorfendur vestan hafs trúðu ekki eigin augum í nótt – Sjáðu hvað dómarinn gerði sem leiddi til marks

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. nóvember 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreint órúlegt atvik átti sér stað í leik Vancouver Whitecaps og Los Angeles FC í úrslitakeppni MLS-deildarinnar vestan hafs í nótt.

Los Angeles var 0-1 yfir og í uppbótartíma setti Vancouver markvörð sinn fram í hornspyrnu til að freista þess að jafna metin. Það bar ekki árangur en þegar Alessandro Schopf ætlaði að koma boltanum aftur inn á teig Los Angeles truflaði dómari leiksins spyrnu hans og þess í stað fóru gestirnir af stað í skyndisókn og skoruðu hinum megin.

Leikmenn Vancouver gjörsamlega trylltust, eins og gefur að skilja.

Sem betur fer fyrir þá, og dómarann, var markið dæmt af þar sem markaskorarinn Denis Bouanga var naumlega rangstæður.

Skaðinn var þó skeður og lokatölur 0-1. Los Angeles er þar með komið í undanúrslit Vesturdeildar MLS-deildarinnar.

Sjón er sögu ríkari, hér að neðan má sjá atvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló