fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Áhorfendur vestan hafs trúðu ekki eigin augum í nótt – Sjáðu hvað dómarinn gerði sem leiddi til marks

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. nóvember 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreint órúlegt atvik átti sér stað í leik Vancouver Whitecaps og Los Angeles FC í úrslitakeppni MLS-deildarinnar vestan hafs í nótt.

Los Angeles var 0-1 yfir og í uppbótartíma setti Vancouver markvörð sinn fram í hornspyrnu til að freista þess að jafna metin. Það bar ekki árangur en þegar Alessandro Schopf ætlaði að koma boltanum aftur inn á teig Los Angeles truflaði dómari leiksins spyrnu hans og þess í stað fóru gestirnir af stað í skyndisókn og skoruðu hinum megin.

Leikmenn Vancouver gjörsamlega trylltust, eins og gefur að skilja.

Sem betur fer fyrir þá, og dómarann, var markið dæmt af þar sem markaskorarinn Denis Bouanga var naumlega rangstæður.

Skaðinn var þó skeður og lokatölur 0-1. Los Angeles er þar með komið í undanúrslit Vesturdeildar MLS-deildarinnar.

Sjón er sögu ríkari, hér að neðan má sjá atvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Í gær

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“