fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Skilur ekkert í ákvörðun Manchester United og Ten Hag – ,,Alvöru spurningamerki“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 5. nóvember 2023 21:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum enski landsliðsmaðurinn Paul Merson er mjög hissa á að varnarmaðurinn Micky van de Ven hafi endað hjá Tottenham í sumar.

Van de Ven kom til Tottenham frá Wolfsburg í Þýskalandi en hann er hollenskur líkt og Erik ten Hag, stjóri Manchester United, sem þekkir hollensku deildina og hollenska leikmenn vel.

Ten Hag hefur verið duglegur að kaupa leikmenn með reynslu úr hollensku deildinni til Man Utd en ákvað að líta framhjá Van de Ven.

Það voru stór mistök að sögn Merson en Rauðu Djöflarnir gætu svo sannarlega notað hans hæfileika í dag.

,,Ég væri að spyrja spurninga ef ég væri eigandi félagsins. Ég væri að velta því fyrir mér af hverju þessi gæi væri ekki í Manchester United,“ sagði Merson.

,,Hann er Hollendingur, þú ert Hollendingur. Þú þekkir þessa deild og þú þekkir leikmennina. Af hverju er hann hjá Tottenham og þú ert ekki með miðvörð?“

,,Ég vil ekki vanvirða Jonny Evans en hann er vel yfir þrítugt og spilar ásamt Harry Maguire, Raphael Varane er aldrei heill.“

,,Þú horfir á Van de Ven sem er einn besti miðvörður deildarinnar í dag og hann spilar ekki með United, það er ekki eins og hann hafi kostað 80-90 milljónir punda. Þetta er alvöru spurningamerki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Í gær

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik
433Sport
Í gær

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest