Fyrrum enski landsliðsmaðurinn Paul Merson er mjög hissa á að varnarmaðurinn Micky van de Ven hafi endað hjá Tottenham í sumar.
Van de Ven kom til Tottenham frá Wolfsburg í Þýskalandi en hann er hollenskur líkt og Erik ten Hag, stjóri Manchester United, sem þekkir hollensku deildina og hollenska leikmenn vel.
Ten Hag hefur verið duglegur að kaupa leikmenn með reynslu úr hollensku deildinni til Man Utd en ákvað að líta framhjá Van de Ven.
Það voru stór mistök að sögn Merson en Rauðu Djöflarnir gætu svo sannarlega notað hans hæfileika í dag.
,,Ég væri að spyrja spurninga ef ég væri eigandi félagsins. Ég væri að velta því fyrir mér af hverju þessi gæi væri ekki í Manchester United,“ sagði Merson.
,,Hann er Hollendingur, þú ert Hollendingur. Þú þekkir þessa deild og þú þekkir leikmennina. Af hverju er hann hjá Tottenham og þú ert ekki með miðvörð?“
,,Ég vil ekki vanvirða Jonny Evans en hann er vel yfir þrítugt og spilar ásamt Harry Maguire, Raphael Varane er aldrei heill.“
,,Þú horfir á Van de Ven sem er einn besti miðvörður deildarinnar í dag og hann spilar ekki með United, það er ekki eins og hann hafi kostað 80-90 milljónir punda. Þetta er alvöru spurningamerki.“