Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var svo sannarlega ekki sáttur eftir leik liðsins við Newcastle í úrvalsdeildinni í gær.
Arteta og hans menn töpuðu leiknum 1-0 en Anthony Gordon skoraði sigurmarkið í seinni hálfleiknum.
Markið var þó gríðarlega umdeilt en VAR skoðaði þrjá hluti eða hvort um rangstöðu væri að ræða, brot innan teigs eða þá hvort boltinn hafi farið útfyrir.
Að lokum var markið dæmt gott og gilt en Arteta var alls ekki ánægður og vill meina að þetta mark hafi aldrei átt að standa.
,,Það er til skammar að þetta mark hafi staðið í ensku úrvalsdeildinni, bestu deild heims,“ sagði Arteta.
,,Ég hef verið í þessu landi í 20 ár og nú skammast ég mín. Þetta er til skammar, það er allt of mikið undir í þessum leik.“