Arsenal hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem félagið segist styðja algjörlega ummæli Mikel Arteta sem hann lét falla í gær.
Arteta baunaði á dómara Englands og dómarasambandið eftir dómgæsluna í leik gegn Newcastle.
Það var afskaplega umdeilt að leyfa marki Newcastle að standa en Anthony Gordon sá um að skora það.
Arteta sagði ákvörðunina vera til skammar á meðal annars en mark Gordon reyndist það eina í leiknum.
Arsenal bendir á að standardinn á dómgæslunni á Englandi þurfi að vera hærri en þónokkur mistök hafa átt sér stað á tímabilinu.
Club statement
— Arsenal (@Arsenal) November 5, 2023