fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Blaðamaðurinn steinhissa er hann fékk svör frá þjálfaranum – ,,Hún á mikið inni hjá þér“

Victor Pálsson
Laugardaginn 4. nóvember 2023 10:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fáir ef einhverjir sem eru vinsælli í ensku úrvalsdeildinni en þjálfarinn Ange Postecoglou sem starfar hjá Tottenham.

Postecoglou tók við Tottenham í sumar og hefur gert frábæra hluti en liðið er að berjast um toppsætið í ensku úrvalsdeildinni.

Ástralinn hefur vakið verulega athygli á blaðamannafundum síðan hann tók við og bauð upp á enn einn molann í gær.

Ónefndur blaðamaður var mættur á þennan fund en hann hafði nýlega heimsótt heimabæ Postecoglou í Ástralíu og ferðaðist þangað með eiginkonu sinni.

Það kom blaðamanninum verulega á óvart þegar hann áttaði sig á því að Postecoglou hafi vitað af heimsókninni.

,,Velkominn aftur,“ sagði Postecoglou og brosti. ,,Þú getur farið með eiginkonu þína á mun betri staði, hún á mikið inni hjá þér vinur,“ bætti Ástralinn við.

Þessi ágæti blaðamaður var furðulostinn en hann ákvað að skella sér til Prahran í Melbourne sem er heimabær Postecoglou.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag
433Sport
Í gær

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð