Pep Guardiola stjóri Manchester City segir að Erling Haaland sé í sínu besta skapi þrátt fyrir að hafa ekki unnið Gullknöttinn.
Margir töldu að Haaland hefði átt að fá verðlaunin sem sá besti í heimi en Lionel Messi fékk verðlaunin.
„Hann var glaður með það að koma til greina, hann var nálægt Messi, Mbappe og öðrum leikmönnum,“ sagði Guardiola.
„Þetta var gott kvöld fyrir Manchester CIty, ég óska Leo Messi og Aitana Bonmati til hamingju með strákana. Manchester City var þarna, það var mikilvægt fyrir okkur.“
„Erling á allan ferilinn eftir, hann heldur áfram að vinna og kannski kemur þetta á næsta tímabili. Það verður að vera hans markmið að vera þarna.“
„Hann virtist í góðu skapi eftir þetta.“