Spænska stórveldið Real Madrid vinnur í því að semja við lykilmenn sína þessa dagana og er Rodrygo nú búinn að skrifa undir.
Rodrygo er aðeins 22 ára gamall og litið á hann sem lykilmann Real Madrid næstu árin. Það er því afar jákvætt fyrir félagið að það hafi framlengt við hann til 2028.
Félagi Rodrygo úr brasilíska landsliðinu, Vinicius Jr, skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning í vikunni svo ljóst er að Real Madrid heldur í lykilmenn sína næstu árin.
⚡🇧🇷 #Rodrygo2028 🇧🇷⚡ pic.twitter.com/JNJ7PAfGGR
— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) November 2, 2023