fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Mikael var í sjokki yfir hegðun fullorðinna manna við lyklaborðið – „Þeir þurfa bara hjálp margir hverjir… ég hef aldrei séð svona“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. október 2023 09:00

Mikael Nikulásson, sparkspekingur og þjálfari KFA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson, sparkspekingurinn og fótboltaþjálfarinn geðþekki, telur marga stuðningsmenn Liverpool hafa gengið of langt á lykaborðinu í kjölfar leiks liðsins um helgina í enska boltanum.

Liverpool tapaði á grátlegan hátt fyrir Tottenham, 2-1, þar sem liðið missti tvo menn af velli með rautt spjald. Þá var fullkomlega löglegt mark dæmt af Liverpool vegna hörmulegra mistaka í VAR herberginu.

Stuðningsmenn Liverpool hér á landi, eins og reyndar víðast hvar, höfðu engan húmor fyrir þessu en Mikael hvetur menn til að anda rólega.

„Þeir þurfa náttúrulega bara hjálp margir hverjir. Ég hef aldrei séð svona,“ sagði hann í nýjasta þætti Þungavigtarinnar.

„Tottenham var allt í einu orðinn ógeðslegur klúbbur sem mátti rotna í helvíti, blablabla. Það er ótrúlegt hvernig þessir menn haga sér.“

Mikael segir að um fullorðna einstaklinga sé að ræða.

„Ég er í sjokki. Þetta er einn fótboltaleikur á Englandi. Það er rosalegt hvernig þeir haga sér. Allir þessir menn sem ég eru að tala um eru á okkar aldri, ef ekki eldri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þessi þrjú nöfn efst á blaði hjá Sádunum í sumar

Þessi þrjú nöfn efst á blaði hjá Sádunum í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Forráðamenn Dortmund flugu til Englands til að funda með Bellingham

Forráðamenn Dortmund flugu til Englands til að funda með Bellingham
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Beckham og Neville kaupa vini sína út úr rekstrinum

Beckham og Neville kaupa vini sína út úr rekstrinum
433Sport
Í gær

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði
433Sport
Í gær

Missir af EM

Missir af EM
433Sport
Í gær

Yngsti sonur Willums með mark Íslands í jafntefli

Yngsti sonur Willums með mark Íslands í jafntefli
433Sport
Í gær

Úrræðagóður Torbjörn vekur heimsathygli – Skipti á fiski fyrir ómetanlega upplifun

Úrræðagóður Torbjörn vekur heimsathygli – Skipti á fiski fyrir ómetanlega upplifun