James Maddison hefur verið frábær fyrir Tottenham frá því hann gekk í raðir félagsins frá Leicester í sumar. Hann hefði þó getað endað annars staðar.
Maddison hefur skorað þrjú mörk og lagt upp fimm það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Þá hefur lið hans, Tottenham, farið frábærlega af stað en það er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu umferðir.
Samuel Luckhurst, blaðamaður á Manchester Evenig News, fjallar mikið um málefni Manchester United. Hann segir að það hafi staðið United til boða að krækja í Maddison.
Það var hins vegar ákveðið að gera það ekki þar sem talið var að hann væri of líkur leikmaður og Bruno Fernandes, fyrirliði United.
Þess í stað fór Maddison til Tottenham á 40 milljónir punda. United keypti Mason Mount á 60 milljónir punda.