fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Allar líkur á að Elín Metta verði í herbúðum Þróttar næsta sumar – Segir hana hafa það sem þarf í landsliðið

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 31. október 2023 10:39

Elín Metta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson, nýr þjálfari Þróttar, gerir fastlega ráð fyrir því að Elín Metta Jensen verði áfram í herbúðum félagsins á næstu leiktíð.

Elín tók takkaskóna fram að nýju um mitt síðasta tímabil og skrifaði undir hjá Þrótti. Þessi mikli markaskorari hafði áður aðeins leikið með Val hér heima.

„Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að hún verði áfram,“ segir Ólafur í sjónvarpsþættinum 433.is. Hann segist hafa rætt við leikmanninn í síðustu viku, en hún er samningsbundin út næstu leiktíð.

video
play-sharp-fill

„Það er frábært að hafa leikmenn eins og hana, sem hefur þessa reynslu á að vera í landsliði og toppfótbolta og vinna.“

Elín á að baki 62 A-landsleiki og var Ólafur spurður út í það hvort hann sæj fyrir sér að hún myndi spila fyrir Íslands hönd á ný nú þegar skórnir eru komnir fram aftur.

„Hún hefur allar forsendur til þess út frá knattspyrnulegri getu og þess háttar. Svo eru aðrir hlutir sem geta spilað þar inn í. En hún er virkilega góður leikmaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fundaði einnig með Liverpool

Fundaði einnig með Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
Hide picture