fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Þorsteinn ræðir stórleik morgundagsins – „Viljum líka meina að það hafi verið lélegur leikur hjá okkur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 30. október 2023 11:00

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd - Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þær eru allar heilar, allar klárar. Staðan á hópnum er góð,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag.

Ísland tekur á móti stórliði Þýskalands í Þjóðadeildinni á morgun. Þetta er annar leikur liðsins í þessum glugga en Stelpurnar okkar töpuðu gegn Dönum á föstudag 0-1 þrátt fyrir fína frammistöðu.

„Við getum tekið margt jákvætt út úr þessu. Við héldum ágætlega í boltann og náðum nokkrum sinnum að spila í gegnum pressuna þeirra. Við unnum mikið af návígum og sköpuðum nokkuð mikið af færum. Það eru punktar sem við tökum með okkur en við ætlum að gera betur í stigasöfnun en í síðasta leik,“ sagði Þorsteinn.

Ísland mætti Þýskalandi ytra í síðasta mánuði og tapaði 4-0. Liðið er staðráðið í að gera betur annað kvöld.

„Þjóðverjarnir spila öðruvísi en Danir. Þær eru mikið að gefa fyrir en danska liðið sækir í gegnum miðsvæðið. Þjóðverjar áttu 44 fyrirgjafir í síðasta leik og við þurfum að verjast því.

Við vitum að þýska liðið er mjög gott og við sáum það gegn þeim síðast. En við viljum líka meina að það hafi verið lélegur leikur hjá okkur. Við bættum okkur í síðasta leik og þurfum að halda því áfram,“ sagði Þorsteinn í dag.

Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 19 annað kvöld á Laugardalsvelli. Miðasala er í fullum gangi á Tix.is og má nálgast miða með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United búið að opna samtal

United búið að opna samtal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn
433Sport
Í gær

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir
433Sport
Í gær

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu