Jadon Sancho er áfram algjörlega úti í kuldanum hjá Manchester United. Er útlit fyrir að hann fari í janúar.
Englendingurinn ungi, sem kom til United fyrir 73 milljónir punda frá Dortmund 2021, hefur átt í stríði við knattspyrnustjórann Erik ten Hag og fær ekki að koma nálægt aðalliðinu.
Hefur Sancho til að mynda verið orðaður við sitt gamla félag Dortmund en sjálfur væri hann sennilega mest af öllu til í að ganga í raðir Real Madrid.
Hefur hann sett like við þrjár færslur tengdar liðinu undanfarið. Voru þær frá Vinicius Jr og Jude Bellingham.
Það verður þó að teljast ólíklegt að Real Madrid vilji taka sénsinn á Sancho. Hvert hann fer er enn mjög óljóst.