Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góðan gest og þessa vikuna mætti áhrifavaldurinn Arnar Gauti Arnarsson, betur þekktur sem Lil Curly, í heimsókn.
Enski boltinn var að sjálfsögðu tekinn fyrir en Arnar heldur þar með Manchester United. Hann er einn af mörgum sem vill sjá stjórann Erik ten Hag á bak og burt.
„Hann var alltaf að bekkja Ronaldo og hann er að skíta upp á bak núna,“ segir Arnar.
„Ég held að það eina sem þessir naumu sigrar gegn Sheffield United og FC Kaupmannahöfn geri er að lengja aðeins í líftíma hans,“ segir Helgi um málið.
Hrafnkell telur að Hollendingurinn eigi að fá aðeins meiri tíma.
„Ég væri til í að hann fengi tíma þar til hann fær alla til baka úr meiðslum.“
Umræðan í heild er í spilaranum.