Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góðan gest og þessa vikuna mætti áhrifavaldurinn Arnar Gauti Arnarsson, betur þekktur sem Lil Curly, í heimsókn.
Arnar hefur náð gríðarlegum vinsældum á TikTok og er með meira en milljón fylgjenda þar. Hann segir að það sé klárlega tækifæri fyrir íslensk íþróttafélög að bæta sig á sviði samfélagsmiðla.
„Þau eru náttúrulega að skíta harkalega upp á bak þarna,“ segir hann.
„Þau þurfa að spila þennan áhrifavaldaleik og stíga upp á þessum miðlum. En það er auðvitað ekkert budget í þessu.“
Sjálfur er hann opinn fyir því að hjálpa til ef félög leitast eftir því. „Já, ég hefði bara gaman að því.“
Hrafnkell tekur til máls.
„Íslensk fótboltaumræða fer svolítið fram á Twitter en þú gætir höfðað til annars markhóps á TikTok.“
Umræðan í heild er í spilaranum.