Margir knattspyrnuaðdáendur voru steinhissa í gær er leikarinn og fyrrum bardagakappinn John Cena birti mynd á Instagram.
Cena birti þar mynd af Marc Cucurella, leikmanni Chelsea, sem lék með liðinu í 0-2 tapi gegn Brentford í gær.
Cucurella tók sjálfur eftir myndinni og svaraði fyrir sig með broskalli og virðist færslan hafa komið honum á óvart.
Myndin hefur fengið yfir 200 þúsund ‘like’ á Instagram síðu Cena en ástæðan fyrir birtingunni er algjörlega óljós.
Cucurella átti engan stórleik í 0-2 tapinu í gær en var þó ekki versti maður vallarins.
,,Af hverju er hann að birta þetta?“ skrifar einn og bætir annar við: ,,Þetta er líklega það furðulegasta sem ég hef séð“
Færsluna má sjá hér.